Frá Róm til Þingvalla
58 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Kjartan og Guðrún Ólafur pá og Þorgerður Egilsdóttir áttu sjö börn, fyrst son sem þau nefndu Kjartan . Langafi hans á Írlandi, faðir Melkorku, hafði heitið Mýrkjartan. Það hefur þeim þótt of skrýtið nafn til að nota á Íslandi svo að þau styttu það í Kjartan. Kjartan Ólafsson varð stór og sterkur eins og Egill afi hans. En Kjartan var eins fríður og Egill hafði verið ljótur, og Kjartan hafði ekki skapið hans afa síns heldur var hann glaður og vinsæll. Eitt gerði Kjartan Ólafsson sem kom honum í vandræði. Hann átti tvær kærustur í einu. Sú fyrri hét Guðrún Ósvífursdóttir , gáfuð kona og glæsileg sem var búin að eiga tvo menn, skilja við annan og missa hinn, þegar hún kynntist Kjartani. Þau voru hrifin hvort af öðru en Kjartan vildi ekki gifta sig fyrr en hann væri búinn að vinna sér frægð og frama í útlöndum. Hann vildi alls ekki taka Guðrúnu með. Það tíðkaðist ekki á slíkum ferðum að vera með kærustu með sér. Kjartan vildi fá að vera í burtu í þrjú ár og láta Guðrúnu bíða eftir sér. Eftir þrjú ár frétti Guðrún að Kjartan væri alls ekki á heimleið. Hann væri hjá kónginum í Noregi og systir konungsins væri orðin mjög góð vinkona hans. Á fjórða árinu ákvað Kjartan samt að hætta við norsku kærustuna og drífa sig heim til Guðrúnar. En það var of seint. Hún var gift öðrum, manni sem hét Bolli og hafði verið besti vinur Kjartans. Foreldrar Kjartans, Ólafur og Þorgerður, höfðu tekið Bolla í fóstur svo að þeir Kjartan ólust upp sem fóstbræður. Úr íslenskum spilum, Hallgerður langbrók og Guðrún Ósvífursdóttir sem tíguldrottning Minnisvarði um Guðrúnu Ósvífursdóttur á Helgafelli nálægt Stykkishólmi. Þar átti hún heima og var jörðuð í kirkjugarði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=