Frá Róm til Þingvalla

4 Þessi bók byrjar á frásögnum um sögu Rómaveldis. Rómaveldi er ekki til lengur, en hvar var það þegar það var til? Við byrjum á að rannsaka það. Hér fyrir ofan er kort af hinu forna Rómaveldi. Ef við berum það vandlega saman við kort af sömu löndum eins og þau eru núna getum við reynt að svara nokkrum spurningum: 1. Rómverjar réðu á sínum tíma yfir öllum löndum kringum Mið- jarðarhaf. Í hvaða heimsálfum eru þau núna? 2. Hvaða lönd eru það núna sem Rómverjar kölluðu „Gallíu“ og „Germaníu“? Höfum við komið til Rómaveldis? F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Rómaveldi Miðjarðarhaf Gallía Hispanía Bretland Germanía Rín Dóná Grikkland Litla-Asía • Jerúsalem Arabía Egyptaland Afríka • Róm Ítalía

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=