Frá Róm til Þingvalla

57 Þ o r g e r ð u r M e l k o r k a o g Ó l a f u r p á samt ekki nógu gott. Ekki fyrr en Ólafur kom sjálfur og talaði við hana heilan dag. Þá leist henni vel á hann og setti það ekki lengur fyrir sig þó að móðir hans hefði einu sinni verið ambátt. Ambáttin, móðir Ólafs, hét Melkorka . Hún var frá Írlandi þar sem faðir hennar var konungur. En þegar hún var fimmtán ára höfðu víkingar rænt henni. Einhvern veginn komst hún í eigu kaupmanns sem flutti hana til Svíþjóðar. Þar var Höskuldur á ferðalagi og datt í hug að kaupa sér ambátt. Hann skoðaði nokkrar en keypti svo Melkorku – þótt hún væri þrefalt dýrari en hinar og þó að hann vissi ekkert um hana. Hún neitaði að tala – það hefði hvort sem er enginn skilið írskuna hennar – og fólk hélt að hún væri mállaus. Höskuld vantaði ekki ambátt til að láta hana vinna heldur til að hafa hana sem hjákonu. Samt átti hann konu, en hún var heima á Íslandi. Höskuldur eignaðist soninn Ólaf með Melkorku. Þegar hann stálpaðist fór Melkorka loksins að tala. Ólafur litli lærði írsku af mömmu sinni og hjálpaði henni að æfa sig í íslensku. En nú var Ólafur vaxinn úr grasi. Hann var orðinn stór og glæsi- legur maður sem allir tóku eftir. Hann gekk líka í svo f ínum fötum að faðir hans gaf honum viðurnefni, kallaði hann Ólaf pá sem þýðir páfugl. Ólafur pá var búinn að fara til útlanda, hafði verið við hirð Noregskonungs og heimsótt afa sinn til Írlands. Og nú var hann orðinn tengdasonur sjálfs Egils Skallagríms- sonar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=