Frá Róm til Þingvalla
56 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Þorgerður, Melkorka og Ólafur pá Egill Skallagrímsson átti dóttur sem hann hélt mikið upp á. Hún hét Þorgerður . Þegar Þorgerður var orðin eldri fékk hún að fara með Agli til Alþingis. Allir höfðingjar landsins fóru til Alþingis á Þingvöllum og tóku með sér hóp af fólki. Konur réðu engu á þingi en máttu koma sér til skemmtunar. Á þinginu hitti Egill annan höfðingja sem hét Höskuldur. Auður djúpúðga var langamma Höskuldar. Hún hafði gefið foreldrum hans heilan dal af landnámi sínu. Nú átti Höskuldur erindi við Egil. Hann vildi fá Þorgerði fyrir konu handa Ólafi syni sínum. Höskuldur var búinn að tala um þetta við Ólaf en hann ætlaði ekkert að spyrja Þorgerði. Stelpur á þessum tíma áttu að giftast þeim sem faðir þeirra ákvað. En Þorgerður var mjög ákveðin ung kona og Egill sagði að það þýddi ekki fyrir nokkurn mann að giftast henni ef hún vildi það ekki sjálf. Egill fór og talaði við Þorgerði. Honum fannst rétt að hún giftist Ólafi. Hann væri myndarlegur maður og frægur og af nógu góðum ættum fyrir höfðingjadóttur. En Þorgerði fannst hann einmitt ekki nógu vel ættaður. Hann væri nefnilega ambáttarsonur. Það var alveg rétt. Höskuldur hafði ekki eignast Ólaf með konunni sinni heldur með ambátt. En Egill sagði að það væri síst verra því að móðir Ólafs hefði verið konungsdóttir áður en hún var gerð að ambátt. Þorgerði fannst það
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=