Frá Róm til Þingvalla
55 Í s l e n d i n g a r í h e i ð n i o g k r i s t n i lenti í alls konar ævintýrum. Stundum fór hann í ránsferðir með víkingum. Á Englandi barðist hann í her enska konungsins og reyndist mikill kappi. Svo var Egill líka skáld. Sumir Íslendingar á þessum tíma æfðu sig að yrkja mjög flókin kvæði. Það þótti merkilegt að heimsækja útlendan konung og vera búinn að yrkja kvæði honum til heiðurs. Þá átti skáldið að flytja kvæðið, svo að öll hirðin heyrði til, og svo gaf konungur skáldinu kvæðislaun, peninga eða góðan grip. Sumar sögurnar af Agli Skallagrímssyni eru frekar ótrúlegar. Hann var ósigrandi í bardögum, jafnvel þótt hann berðist einn á móti ellefu, og slapp óskaddaður úr öllum hættum. Hann var svo sterkur að hann gat drepið naut með berum höndum. Hann var meira að segja göldróttur þegar á þurfti að halda. Þessu trúum við nú ekki alveg. En Egill var til í raun og veru. Heima á Íslandi átti hann konu og börn, var ríkur bóndi og virðulegur höfðingi. Frá leiksýningu um Egil Skallagrímsson.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=