Frá Róm til Þingvalla
54 Egill Skallagrímsson Einn af landnámsmönnunum hét Grímur, kallaður Skallagrímur. Hann kom frá Noregi og settist að þar sem nú er Borgarnes. Skalla- grímur átti tvo syni. Sá yngri hét Egill og var hálfgert vandræða- barn, geðvondur og óþægur og tapsár í leikjum. Hann var líka ótrúlega ófríður, bæði sem barn og þegar hann varð eldri. Egill var stór og sterkur eftir aldri og hafði skap til að verða mikill bardagamaður þegar hann yrði fullorðinn. Einu sinni hafði Egill drepið leikfélaga sinn með öxi. Þá sagði mamma hans bara að hann yrði einhvern tíma víkingur. Egill Skallagrímsson varð vissulega víkingur. Hann var mikið í útlöndum og Íslendingar í heiðni og kristni Myndir af Agli Skallagrímssyni. Sú minni er úr handriti. Hin er hjá Skallagrímshaugi í Borgarnesi. Sonur Egils drukknaði í sjónum og fannst í fjörunni. Pabbi hans reiðir líkið heim til að jarða það.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=