Frá Róm til Þingvalla

53 S ö f n o g s ý n i n g a r En nú sýna fornleifarnar við Aðalstræti (líka á fáeinum stöðum öðrum) að ártalið 874 getur ekki verið nákvæmlega rétt. Eitthvert fólk var komið til Íslands áður. Ef Ingólfur Arnarson var í rauninni fyrsti landnámsmaðurinn, þá hlýtur hann að hafa verið fyrr á ferð en Landnámabók segir. Það er líka alveg eðlilegt, þegar einhver reynir að finna út svona ártal tveim eða þrem öldum seinna, að það takist ekki mjög nákvæmlega. Svona breytist þekkingin smátt og smátt. Nýjar rannsóknir bæta við nýrri þekkingu og stundum sýna þær að gamla þekkingin var ekki rétt. Meiri rannsóknir eiga sjálfsagt eftir að breyta ýmsu af því sem stendur í þessari bók. Sögusafnið í Perlunni í Reykjavík sýnir fræg atvik úr Íslandssögunni með eftir­ líkingum af sögupersónum. Maðurinn á þessari mynd er Þorgeir Ljósvetningagoði. Hann var lögsögumaður á Alþingi. Þorgeir var sjálfur heiðinn en lagði samt til að Ísland yrði kristið land. Hér er hann að leggjast undir feld til að hugsa sig um. Seinna í bókinni er sagt frá lögsögumanni (á blaðsíðu 75) og kristnitökunni (blaðsíðu 64 og 65).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=