Frá Róm til Þingvalla

52 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Landnámssýningin í Aðalstæti heitir: „ Reykjavík 871±2 “. Þarna er ártal: 871. Hvað ætli hafi gerst á Íslandi það ár? Það var eld- gos. Frá því gosi kom svo mikil aska að hún finnst enn þá í jörðu víða á Íslandi. Hún fauk líka alla leið til Grænlands og lenti á Græn- landsjökli. Þar má enn finna agnarögn af henni djúpt niðri í jöklinum. Í jökulísnum er hægt að telja hvað hafa komið margra ára lög af snjó ofan á þessa ösku. Þannig er hægt að reikna út hvaða ár gosið varð. Það reynist vera 871. (Þetta ±2 – „plús/mínus tveir“ – táknar hvað aðferðin er nákvæm. Það geti í mesta lagi skakkað tveimur árum á ártalinu.) Á landnámssýningunni sést brot af garði sem var búið að hlaða úr torfi áður en þessi gos- aska féll. Hann var þá hlaðinn í síðasta lagi 871, kannski fyrr. Og það þykir svo merkilegt að öll sýningin fær þetta ártal fyrir nafn. Það sem þykir svo merkilegt við þetta, það er að ártalið 871 er á undan 874 sem er frægt ártal í Íslandssögunni. Það stendur nefni- lega í einu fornritinu, sjálfri Landnámabók , að árið 874 hafi Ing- ólfur Arnarson siglt til Íslands til að nema land. Lengi lærðu allir í skólum að einmitt það ár hafi landnámið byrjað. Þúsund ára afmælis landnámsins var minnst með þjóðhátíð 1874. (Af hvaða tilefni var þá haldin þjóðhátíð 1974?) Frá landnámssýningunni í Aðalstræti í Reykjavík.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=