Frá Róm til Þingvalla
51 S ö f n o g s ý n i n g a r um sögu staðarins. Í Borgarnesi er landnámssetur. Á Stöng í Þjórsárdal og á Eiríksstöðum í Haukadal hafa verið grafnar upp fornminjar og byggðar eftirlíkingar til að sýna húsakynni forn- manna. Við Aðalstræti í Reykjavík hafa líka verið grafnar upp forn- minjar og gerð um þær landnámssýning með ýmsum fróðleik. Fornminjarnar, sem sjást á svona stöðum, eru það sem eftir er af húsunum því þau er ekki hægt að flytja burt. Smærri hlutir, sem finnast við fornleifarannsóknir, eru fluttir á söfn. Á sumum byggða- söfnum eru til minjar frá elstu tíð Íslandssögunnar. Langmest af þeim er samt í Þjóðminjasafninu í Reykjavík. Þar er sýning sem hægt er að skoða til að kynnast lífi fornmanna. Í Þjóðmenningar- húsinu í Reykjavík er sýning um gömul handrit. Þjóðminjasafnið í Reykjavík. Þar er saga Íslands sögð með því að sýna hluti úr fortíðinni, sumt fornleifar sem grafnar hafa verið úr jörðu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=