Frá Róm til Þingvalla

49 I n g ó l f u r o g A u ð u r landnámið og landnámsfólkið. Stundum eru það fiskiskip sem fá heiti landnámsmannsins. Þórunn hyrna og Helgi magri voru þau kölluð. Í gamla daga þótti ekkert ljótt að uppnefna fólk og margir fornmenn eru alltaf nefndir með viðurnefni eins og það er kallað. Ekki samt Ingólfur Arnarson. En félagi Ingólfs og fóstbróðir hét Leifur og var kallaður Hjörleifur – af því hann átti svo merkilegt sverð, en hjör þýðir sverð. Systir Þórunnar hyrnu hét Auður og var kölluð djúpúðga – af því hún var svo djúpvitur. Þær ólust upp í Noregi þar sem faðir þeirra var voldugur maður. Hann hét Ketill, kallaður flat- nefur. Síðan gerðist hann víkingaforingi og fór til Skotlands. Þar voru norskir víkingar búnir að leggja undir sig eyjarnar kringum landið og Ketill varð höfðingi þar. Auður giftist ungum víkingaforingja sem tókst að verða konungur yfir hluta af Írlandi. En svo féll hann í orr- ustu. Þá fór Auður til sonar síns sem líka var víkingur sem var búinn að leggja undir sig nokkuð af Skotlandi. En hann var fljótlega drepinn líka. Það var hættulegt starf að vera víkingaforingi. Sonur Auðar lét eftir sig sjö börn sem nú urðu að treysta forsjá ömmu sinnar. Auður lét smíða sér skip, réð sér áhöfn og sigldi með barnabörnin til Íslands. Þar gerðist hún landnámskona og skipu- lagði landnám í heilu héraði, Dölunum, þar sem nú er Búðardalur. Steinkross á Krosshólaborg í Dölum, reistur sem minnismerki um Auði djúpúðgu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=