Frá Róm til Þingvalla
46 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Landnámsmenn Í heimalöndum víkinga voru bara sveitir, engar borgir. Víking- arnir voru bændasynir og flestir ætluðu að verða bændur sjálfir. En fyrst vildu þeir vera ræningjar eða hermenn og auðgast svo að þeir gætu orðið ríkir bændur á stórri jörð með margt fólk í vinnu. Það gátu ekki allir farið heim og orðið bændur í sinni gömlu sveit, til dæmis í Noregi. Þar voru ekki til svo margar jarðir. Þess vegna urðu margir víkingar bændur í öðrum löndum, til dæmis á Englandi. Svo fundu víkingar líka óbyggð lönd langt úti í hafi. Þar var hægt að eignast stórar jarðir fyrir ekki neitt, bara nema þar land. Þá kallast maður land- námsmaður. Landnámsmenn sigldu á víkingaskipum, tóku með sér fjölskylduna, vinnufólk, þræla, húsdýr og allt sem þurfti til að byrja nýtt líf í nýju landi. Á Eiríksstöðum í Haukadal voru grafnar upp fornar bæjar rústir og byggð eftirlíking af bænum eins og hann var að fornu. Myndirnar sýna bæinn og fólk í fornmannabúningum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=