Frá Róm til Þingvalla

45 V í k i n g a s k i p o g v í k i n g a ö l d suður um Úkraínu. Þeir gátu róið skipum sínum eftir ánum langt inn í land, jafnvel dregið skipin á landi frá einni á yfir á aðra. Víkingar rændu peningum og dýrgripum og öllu mögulegu sem þeir gátu flutt með sér og selt. Þeir rændu líka fólki og seldu það sem þræla. Stundum létu þeir borga sér fyrir að ræna ekki. Þegar víkingar voru orðnir kunnugir í löndunum sem þeir herjuðu á fóru þeir að gera fleira en bara ræna. Sumir urðu hermenn eða herfor- ingjar, gátu jafnvel orðið höfðingjar yfir heilum héruðum. Sumir urðu kaupmenn og notuðu víkingaskipin til að flytja vörur sem þeir keyptu og seldu. Margir eignuðust líka jarðir í sveit og gerðust bændur. Þegar víkingar frá Norður- löndum fóru að herja á fjarlæg lönd byrjaði tímabil sem er kallað víkingaöld . Það gerðist í kring um árið 800, á sama tíma og Karl mikli var keisari.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=