Frá Róm til Þingvalla

44 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Víkingaskip og víkingaöld Járnaldarfólkið á Norðurlöndum notaði mikið skip og báta. Út í eyjar og yfir sund var ekki hægt að komast nema á skipum. Það var líka fljótlegra og þægilegra að sigla með fram ströndinni en að ferðast á landi yfir fjöll og skóga, ár og mýrar. Skipasmiðir reyndu að smíða betri og betri skip og komust upp á lag með að smíða býsna fullkomin seglskip, svokölluð víkingaskip. Víkingaskip , af hverju ætli þau séu kölluð það? Fólk var ekkert sérstaklega frið- samt á Norðurlöndum á víkinga- tímanum. Hraustir bardagamenn voru fyrirmyndirnar sem flestir strákar vildu líkjast. Karlmenn áttu vopn – spjót, sverð eða stríðsöxi – og fóru helst ekkert nema vopnaðir. Ef menn lentu í deilum eða móðg- uðu hver annan, þá var hætt við að þeir létu vopnin tala. Höfðingjar reyndu að verða enn voldugri með því að sigra aðra höfðingja. Stundum söfnuðu menn liði og sigldu burt, þangað sem enginn þekkti þá, til að ræna og rupla. Menn sem fóru í slíkar ránsferðir voru kallaðir víkingar . Þess vegna eru skipin, sem þeir notuðu, kölluð víkingaskip. Á þeim gátu þeir farið í langar ránsferðir: alla leið til Frakklands, Englands og Írlands, austur um Rússland og Víkingaskipið Íslendingur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=