Frá Róm til Þingvalla
43 V í k i n g a r o g l a n d n á m s m e n n Steinöldin er eiginlega tvö mjög ólík tímabil. Fyrst voru steinaldarmennirnir veiðimenn sem flökkuðu um og veiddu dýr, fugla og fiska. Þeir söfnuðu líka skelfiski og eggjum, tíndu ber, sveppi og aðrar ætar jurtir. Seinna lærðu steinaldarmennirnir að stunda búskap, hafa húsdýr og rækta akra. Steinaldarbændur byggðu sér bóndabæi eða sveita- þorp. Svona var það ekki bara á Norður löndum. Eins var til dæmis í Egyptalandi eða Grikklandi eða á Ítalíu: þar voru fyrst steinaldar- veiðimenn, þá steinaldarbændur, síðan kom bronsöld. En á Íslandi voru aldrei steinaldarmenn. Áður en steinaldarmenn komu til Norður- landa var þar ísöld . Hún heitir ísöld af því að þá var svo kalt í veðri og stórir jöklar að löndin voru alveg þakin ís. Líka Ísland. Svo hlýnaði í veðri og jöklarnir bráðnuðu. Þá fyrst gátu steinaldarmenn komið til Norðurlanda, fyrst til Danmerkur af því hún er syðst, síðan Svíþjóðar og Noregs.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=