Frá Róm til Þingvalla
42 Norðurlönd Þegar Ágústus var keisari í Róm og Jesús starfaði meðal gyðinga, hvernig ætli hafi þá gengið hjá Íslendingum? Þá voru bara engir Íslendingar til. Ísland er svo langt frá öðrum löndum að þangað hafði enginn maður komið. Enginn vissi einu sinni að Ísland væri til. Á Norðurlöndum – í Danmörku, Noregi og Svíþjóð – bjó hins vegar sveitafólk sem hafði kýr og kindur og ræktaði korn á ökrum. Það kunni að vinna járn og smíða sér vopn og verkfæri úr járni. Þess vegna er þetta tímabil nefnt járnöld . Það er kallað „öld“ þó að það sé miklu lengra en hundrað ár. Á undan járnöldinni fór bronsöld . Þá höfðu menn ekki lært að vinna járn. Bestu vopn og verkfæri voru þá gerð úr málmblöndu sem heitir brons. (Núna er brons stundum notað í myndastyttur.) En hvað ætli tíminn á undan bronsöldinni sé kallaður? Hann á vel þekkt heiti: steinöld . Nafnið vísar til þess að þá var tinnusteinn besta efnið sem menn þekktu í vopn og verkfæri. Steinaldarmenn notuðu axir með steinblaði til að fella tré í skóginum og smíða sér hús og báta. Ekki samt svo góða báta að þeir gætu siglt alla leið til Íslands. Víkingar og landnámsmenn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=