Frá Róm til Þingvalla

41 A f m æ l i J e s ú ? Í Biblíunni stendur ekkert um það á hvaða degi ársins Jesús fæddist, og kristið fólk hélt ekkert sérstaklega upp á fæðingardag Jesú fyrr en löngu eftir að hann dó. Þá var farið að halda jól og það varð ein- faldlega að velja einhvern dag fyrir jólahátíðina. Fyrir valinu varð 25. desember af því að það var hátíðisdagur hjá Rómverjum. Samkvæmt jólaguðspjallinu fæddist Jesú- barnið um kvöld eða nótt. Áður fyrr byrjaði ekki nýr dagur á miðnætti heldur að kvöldi. Þess vegna er jólahátíðin enn þá látin byrja klukkan sex á aðfangadags- kvöld af því að þá byrjaði jóladagurinn. Það er samt ekki gert í öllum löndum. Sums staðar er siður að opna jólapakk- ana á jóladagsmorgni. Ef tímatalið er miðað við fæðingu Jesú á jólunum, þá ætti árið eiginlega að byrja á jóladag frekar en nýársdag. En Róm- verjar voru búnir að skipta árinu í tólf mánuði og það þótti þægilegast að hafa áramótin um mánaðamót. Þess vegna er miðað við að árið eitt hafi ekki byrjað fyrr en um áramót eftir að Jesús fæddist. Grafarkirkjan í Jerúsalem, reist þar sem talið var að Jesús hefði verið jarðaður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=