Frá Róm til Þingvalla

39 H v a ð g e r ð i s t þ á ? Ártöl Við notum ártöl til að segja hvenær eitthvað gerðist, til dæmis hve- nær við erum fædd. Þessi bók var skrifuð árið 2008. Hvaða ártal er núna? Hvað er bókin þá orðin gömul? Hér á opnunni er búið að raða ártölum á þrjá tímaása. Á hverjum þeirra eru atburðir sem búið er að segja frá í bókinni? Frá sumum hinna verður sagt seinna. Stundum veit enginn alveg nákvæmlega hvenær eitthvað gerðist. Þá er samt hægt að giska á ártalið og setja um á undan. Það merkir að ártalið sé kannski ekki alveg nákvæmt. Finnið á tímalínunni einhver ártöl með um fyrir framan. Eru þau fremur um nýlega atburði eða löngu liðna? 10.000 f.Kr. 5.000 f.Kr. 1.000 f.Kr. 1.000 e.Kr. 2.000 e.Kr. um 8000 f.Kr. — ísöld lýkur um 4000 f.Kr. — landbúnaður á Norðurlöndum um 1700 f.Kr. — bronsöld á Norðurlöndum um 800 e.Kr. — fyrstu víkingaferðirnar um 870 e.Kr. — landnám á Íslandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=