Frá Róm til Þingvalla

37 K a r l k e i s a r i m i k l i Herinn sem gerði Karl mikla svo sigursælan var allt öðruvísi en her Sesars eða Ágústusar. Öflugasti hluti hans voru riddarar . Þeir voru vel þjálfaðir hermenn sem börðust á stórum hestum, klæddir traustum brynjum með hjálm og skjöld. Þeir beittu lensu og sverði af hestbaki og sátu stöðugir í hnakknum af því að þeir höfðu fæt- urna í ístöðum. Ístaðið var útbúnaður sem Rómverjar höfðu ekki þekkt og Húnar ekki heldur. En nú hafði þessi einfalda uppfinning breytt bardagatækninni. Það var dýrt að vera riddari. Hann þurfti að ala upp stríðshesta og eignast góð vopn og hlífar. Hann varð að halda sér í þjálfun og hafði ekki tíma til að vinna venjuleg störf. Til að standa undir kostnaði fékk riddarinn land með sveitabæjum þar sem allir bændurnir urðu að borga honum leigu fyrir landið. Riddarar höfðu yfirleitt ekkert á móti því að fara í herferðir. Þar gátu þeir sýnt hreysti sína og unnið sér frægð og frama. Ef vel gekk gátu þeir líka orðið ríkir því að sigursæll her rændi því sem hann náði til af eigum óvina sinna. Það var kallað herfang. Sumt af því fékk konungurinn en öðru var skipt milli hermannanna. Riddurum fannst spennandi að heyja stríð og alveg eðlilegt að taka annarra eigur sem herfang.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=