Frá Róm til Þingvalla

36 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Karl keisari mikli Fyrr á öldum var fólk yfirleitt ekki eins hávaxið og nútímafólk. Nú vaxa börnin hraðar af því að þau fá meira að borða og lifa þægilegra lífi. Einstaka menn urðu þó mjög stórir hér áður fyrr. Til dæmis konungur einn fyrir 1200 árum sem sagður var „höfði hærri en aðrir menn“. Löngu seinna var líkkista hans opnuð, beinin mæld og reiknað út að hann hefði verið 193 cm á hæð. Svo stórir menn hafa verið fáséðir um hans daga. Þessi konungur hét Karl og er kallaður „Karl mikli“. Ekki af því hvað hann var mikill vexti heldur af því að hann var sigursæll herkonungur og stækkaði ríki sitt með því að leggja undir sig önnur lönd. Að sigra í styrjöldum var talið það merkilegasta sem konungar gátu gert og Karl mikli átti í sífelldum styrjöldum. Ríki Karls var eitt af konungsríkjunum sem urðu til þar sem Rómaveldi var áður. Fyrst náði það yfir Frakkland og nokkuð af Þýskalandi. Síðan lagði Karl undir sig allt Þýskaland, Ítalíu og mörg fleiri lönd. Sums staðar höfðu íbúarnir verið heiðnir en Karl bannaði heiðna trú og skyldaði alla til að vera í kristnum söfnuðum. Þegar Karl var orðinn langvoldugasti konungur í Vestur-Evrópu, og voldugri en sjálfur keisarinn í Konstantínópel, þá fannst honum ekki nóg að vera konungur heldur ætti hann að vera keisari líka. Hann fór til Rómaborgar þar sem sjálfur páfinn gaf honum keisara­ nafn við hátíðlega athöfn. Gömul stytta af Karli mikla á hestbaki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=