Frá Róm til Þingvalla

35 M ú h a m e ð s p á m a ð u r kalífar, stjórnuðu Arabíu líkt og konungar. Arabar voru miklir hermenn og voru vanir að berjast innbyrðis, ættbálkur við ættbálk eða borg á móti borg. Nú voru þeir sameinaðir undir einni stjórn og hættu að berjast hverjir við aðra. Í staðinn herjuðu þeir á nágranna sína og lögðu undir sig lönd þeirra hvert af öðru. Þeir háðu mörg stríð við keisarann í Konstantínópel og unnu stóran hluta af ríki hans, til dæmis Gyðingaland og Egyptaland. Síðan lögðu þeir undir sig alla norðurströnd Afríku. Þaðan gerðu þeir innrás í Spán og unnu hann líka. Áður höfðu Rómverjar ráðið ríkjum allt í kringum Miðjarðarhafið. Nú voru þau lönd flest komin undir stjórn araba. Ríki kalífans var orðið heimsveldi eins og Rómaveldi hafði verið áður. Þegar arabar lögðu undir sig kristin lönd fengu íbúarnir að hafa áfram sína trú og siði en urðu að sætta sig við arabíska landstjóra og arabískan her og borga aröbum skatt. Þetta var líkt og í Rómaveldi áður, til dæmis þegar Ágústus keisari réð yfir Gyðingalandi. En ef fólk í herteknu löndunum skipti um trú og tók upp islam, þá fékk það sömu réttindi og arabar. Egyptaland var í fyrstu hertekið land undir stjórn araba. En smám saman tóku flestir Egyptar islamstrú, fóru jafnvel að tala arabísku, og voru eins og hverjir aðrir þegnar kalífans. Svipað hafði líka gerst í Rómaveldi þar sem fleiri og fleiri af íbúum skattlandanna urðu eins rómverskir og Róm- verjar sjálfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=