Frá Róm til Þingvalla
34 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Múhameð spámaður Meðan kristnin breiddist út í Evrópu komu upp ný trúarbrögð austur í Arabíu. Upptök þeirra voru hjá einum manni. Hann hét Múhameð , var frá borginni Mekka í Arabíu og vann við að flytja vörur á úlföldum. Á ferðum sínum kynntist hann bæði gyðingum og kristnum mönnum og trúarbrögðum þeirra. Hann sannfærðist um að þeirra guð væri hinn eini sanni Guð. Síðan fór hann að fá vitranir þar sem engill birti honum boðskap Guðs. Múhameð var orðinn það sem kallað er spámaður. Vitranir hans, sem eru skráðar í helgiritið Kóraninn, urðu að nýjum trúarbrögðum, islam . Múhameð tók mikið mark á frásögnum Biblíunnar. Hann viðurkenndi Jesú sem spámann, bara ekki sem guð. Nýja trúin, islam, var fljótlega viðurkennd í allri Arabíu. Þá varð Múhameð líka æðsti maður landsins. Eftirmenn hans, svonefndir Mekka, borg spá mannsins, er enn heilagur staður múslima sem píla grímar flykkjast til.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=