Frá Róm til Þingvalla

33 H e i l a g u r P a t r e k u r Sumir írskir munkar fóru að dæmi Patreks og gerðust kristni- boðar meðal heiðinna þjóða. Ein þeirra þjóða hét Engilsaxar. Þeir komu siglandi frá meginlandinu og lögðu undir sig mestan hluta Bretlands eftir að Rómverjar hurfu þaðan. Við þá er landið síðan kennt og kallað England. Engilsaxar voru ekki bara fámenn her- mannaþjóð eins og Húnar, heldur komu fjöl- margir innflytjendur sem ráku Breta burt og gerðust bændur á landi þeirra. Með Engilsöxum kom nýtt tungumál, fornenskan sem seinna varð að ensku, og heiðin trú í stað kristninnar. En brátt komu kristniboðar sem gátu kristnað Engilsaxa. Þannig var kristin trú smám saman að breiðast út til fleiri landa. Í Chicago í Bandaríkjunum heldur fólk af írskum ættum upp á dag heilags Patreks með því að lita ána í grænum lit Írlands. Enn eru til handrit sem írskir munkar skrifuðu fyrir langalöngu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=