Frá Róm til Þingvalla

32 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Heilagur Patrekur Eitt af rómversku skattlöndunum var Bretland. Á þjóðflutninga- tímanum hættu keisarar Rómverja að skipta sér af Bretlandi. Þeir máttu ekki missa hermenn til að verja landið og Bretar urðu bara að ráða yfir sér sjálfir. Oft komu sjóræningjar frá Írlandi og herjuðu á vesturströnd Bretlands. Þeir rændu ekki aðeins peningum eða dýrgripum, þeir tóku líka fólk og gerðu það að þrælum. Þannig fór fyrir unglingspilti sem hét Patrekur . Írar rændu honum og í sex ár vann hann sem fjárhirðir þangað til honum tókst að flýja frá eig- anda sínum og sleppa heim til Bretlands. Patrekur var alinn upp í kristinni trú. Afi hans hafði verið prestur og það ætlaði Patrekur að verða líka. En á Írlandi voru allir heiðnir. Patrekur ákvað að þangað skyldi hann snúa aftur, ekki sem þræll heldur kristniboði. Það gerði hann og tókst að snúa mörgum Írum til kristinnar trúar. Fleiri kristniboðar komu til Írlands og brátt urðu allir Írar kristnir. Patrekur var tignaður sem heilagur maður. Enn í dag er hann verndardýrlingur Írlands og hátíðisdagur hans er þjóðhátíðardagur Íra. Á Írlandi voru reistar kirkjur og stofnuð klaustur. Í klaustrum lifðu munkar sem höfðu ákveðið að helga Guði líf sitt. Sumir írskir munkar sýndu guðrækni sína með því að dvelja á afskekktum stöðum eða fara í langar sjóferðir út í óvissuna. Á þessum siglingum fundu þeir bæði Fær- eyjar og Ísland og dvöldu þar stundum mánuðum saman. Þessir írsku munkar nefndust papar . Þeir voru fyrstu menn sem komu til Íslands. Stytta af heilögum Patreki með staf og höfuðbúnað biskups. Hjá Írum er smáralaufið tákn Patreks.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=