Frá Róm til Þingvalla

31 A t l i H ú n a k o n u g n g u r land og fá þær til að berjast fyrir sig. En það endaði með því að konungar nýju þjóðflokkanna lögðu undir sig öll þessi lönd, líka sjálfa Rómaborg. Á þessum ófriðartímum óttaðist fólk Húna meira en nokkra aðra. Þeir voru óvenjulegir í útliti og háttum og þóttu allra hermanna grimmastir. Atla konungi var lýst eins og hann væri illskan holdi klædd. Sagt var að þar sem hestur hans steig niður fæti greri aldrei framar gras. Þrátt fyrir vistina hjá Rómverjum var Atli ekki kristinn en kristnir menn kölluðu hann „svipu Guðs“. Fólk skildi það sem refsingu að Guð skyldi leyfa heið- ingjum að herja svona á kristin lönd. Einu sinni fór Atli með her sinn í ránsferð um Norður-Ítalíu en ekki alla leið suður til Rómar. Gengu um það ýmsar sagnir hvernig biskupinn í Róm hefði farið til móts við hinn ógurlega heiðingja og fengið hann til að hlífa Rómaborg. Tímabil Atla er kallað „þjóðflutninga- tíminn“ af því að þá höfðu heilir þjóð- flokkar flutt sig um set og sest að í nýjum löndum. Þessir þjóðflokkar, eins og til dæmis Húnar, voru yfirleitt ekki mjög fjölmennir. Í nýju löndunum voru þeir bara minnihluti sem fyrr eða síðar samlagaðist fyrri íbúum, tók kristna trú og fór að tala sama tungumál og aðrir landsmenn. Þannig hurfu Húnar úr sög- unni og eru ekki til lengur. „Þú átt að fara til Rómverja, Atli minn. Vonandi fæ ég þig einhvern tíma heim aftur.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=