Frá Róm til Þingvalla

30 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Atli Húnakonungur Eitt sinn áttu Rómverjar í stríði við nágranna sína sem voru kallaðir Húnar. Svo var saminn friður og samningurinn staðfestur með því að skiptast á gíslum. Sonur eins rómverska herforingjans fór til Húna sem gísl en konungur Húna sendi tólf ára gamlan frænda sinn í gíslingu til Rómverja í staðinn. Kóngurinn myndi síður svíkja samninginn ef keisarinn hefði litla frænda hans á valdi sínu. Friður hélst og tveim árum síðar fékk pilturinn, sem hét Atli , að snúa heim til frænda síns. Síðar varð hann konungur Húna. Húnar voru framandi þjóð í Evrópu, aðfluttir langt austan úr Asíu þar sem þeir höfðu verið hirðingjar, ekki átt heima á neinum ákveðnum stað heldur flakkað um með hjarðir sínar. Hestar voru þeirra helstu húsdýr. Hermenn Húna börðust ævinlega á hestbaki, helst með boga og örvum. Keisarann í Konstantínópel kúguðu þeir til að borga sér peninga á hverju ári. Ef hann neitaði réðust þeir inn í lönd hans, rændu og eyðilögðu. Á dögum Atla Húnakonungs var allt í upplausn í vesturhluta Rómaveldis, þar sem nú eru Ítalía, Spánn, Frakkland og England. Þjóðflokkar komu frá nálægum löndum, stundum á flótta undan valdi Húna, og ruddust inn í lönd Rómverja. Ýmist fóru þeir um rænandi og ruplandi eða þeir lögðu undir sig svæði til að setjast að. Rómverjar reyndu að semja við aðkomuþjóðirnar á víxl, gefa þeim Mongólar á hestbaki. Á fyrri öldum lifðu Mongólar svipuðu lífi og Húnar, voru herskáir riddarar og lögðu undir sig fjarlæg lönd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=