Frá Róm til Þingvalla

29 H e l g i r m e n n o g h e l g i r d ó m a r Sumt fólk var líka talið sérstaklega heilagt og kallað dýrlingar . Postular Jesú og María móðir hans voru æðstu dýrlingarnir. Píslarvottar kristninnar voru líka taldir til dýrlinga. Svo bættust við dýrlingar sem höfðu unnið gott starf fyrir kristni og kirkju. Sumir þeirra voru þjóðsagnapersónur, eins og gjafmildi biskupinn Nikulás sem seinna varð að jóla- sveininum. Aðrir voru raunverulegt fólk. Til dæmis Helena keisaramóðir. Eftir að hún dó var ákveðið að hún væri dýrlingur. Þá mátti fólk ákalla hana í bænum sínum og henni var helgaður ákveðinn hátíðisdagur. Löngu seinna voru tveir íslenskir biskupar teknir í dýrlinga tölu. Annar hét Þorlákur, nefndur Þorlákur helgi, og hátíðisdagur hans heitir enn í dag Þorláksmessa. Þegar heilagir menn dóu var talið að sál þeirra færi beint til himnaríkis og að þaðan gætu þeir hjálpað lifandi fólki ef það bað til þeirra. Venjulegt fólk myndi hins vegar ekki rísa upp frá dauðum fyrr en á dómsdegi. Þá kæmi í ljós hverjir kæmust til himnaríkis og hverjir ekki. Sagt er að heilagur Nikulás, fyrirmynd jólasveinsins, hafi verið biskup á stað sem nú er í Tyrklandi. En ekki er víst hvort hann var til í raun og veru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=