Frá Róm til Þingvalla

28 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a efni. Seinna setti annar keisari lög um að kristnin væri eina opinbera trú Rómaveldis. Ef fólk eins og til dæmis gyðingar vildi ekki verða kristið, þá var það eins og útlendingar í ríkinu og hafði ekki sama rétt og kristnir íbúar þess. Á dögum Konstantínusar var enn þá trúfrelsi í Róma- veldi. Menn máttu vera kristnir eða heiðnir eftir því sem þeir vildu. En keisarinn studdi kristnina. Hann gaf peninga til að byggja kirkjur. Hann kallaði biskupa ríkisins saman á kirkjuþing svo að þeir gætu ákveðið í sameiningu hvað væri rétt kristin trú. Þar sam- þykktu þeir nákvæma trúarjátningu sem enn er í gildi í kirkjunni og kallast Nikeujátning. Helgir menn og helgir dómar Þegar Konstantínus var orðinn keisari fór Helena móðir hans austur til Jerúsalem til að sinna um heilaga staði úr lífi Jesú. Hún lét byggja kirkju þar sem gröf Jesú hafði verið. Og henni tókst, eftir því sem sagan segir, að finna krossinn sem Jesús hafði verið krossfestur á. Einhvern veginn hafði hann geymst í 300 ár og tákn frá Guði sýndi Helenu að þetta væri einmitt rétti kross- inn. Seinna eignuðust margar kirkjur stykki eða flísar sem sagt var að kæmu úr krossinum helga. Þess háttar hlutir, sem ein- hvern veginn tengdust lífi Jesú eða postulanna, voru taldir heilagir og kallaðir helgir dómar . Alls staðar reyndi kristið fólk að eignast slíka hluti og geyma þá í kirkjum sínum. María guðsmóðir var æðst allra dýrlinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=