Frá Róm til Þingvalla
27 K o n s t a n t í n u s k e i s a r i hjá því var skrifað: „Sigraðu undir þessu merki.“ Í orrustunni daginn eftir notaði hann krossinn sem sitt merki og vann sigur. Guð hafði gefið Konstantínusi sigurinn og um leið sýnt honum hvaða trú væri rétt. Bæði í kristninni og í öðrum trúarbrögðum er til fjöldi af svona sögum þar sem Guð sannar vald sitt og hjálpar þeim sem treysta á hann. Oft er ómögulegt að vita hvort þessar sögur eru ímyndun fólks eða hvort þær gerðust í alvöru. Þegar Konstantínus var orðinn keisari setti hann lög um að kristnir menn hefðu sama rétt og aðrir í rómverska ríkinu. Áður hafði kristin trú ekki verið viðurkennd. Stundum var jafnvel reynt að banna hana alveg. Samt höfðu fleiri og fleiri Rómverjar orðið kristnir. Nú voru þeir fegnir að fá Konst- antínus fyrir keisara og studdu hann í stríðinu við önnur keisara- Borg Konstantínusar er nú Istanbul í Tyrklandi. Tyrkir breyttu dómkirkju rómversku keisaranna í mosku og byggðu við hana bænaturna (mínarettur).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=