Frá Róm til Þingvalla

26 Konstantínus keisari Við munum eftir Ágústusi sem var keisari í Róm þegar Jesús fædd- ist. Á eftir honum komu svo aðrir keisarar í mörg hundruð ár. Einn þeirra hét Konstantínus en hann varð keisari þrjú hundruð árum á eftir Ágústusi. Keisararnir voru þá hættir að hafa aðsetur í Róm svo að ríkið hafði enga höfuðborg. Konstantínus vildi hafa stjórn ríkisins á einum ákveðnum stað. En Róm var ekki hentug. Borgin var of langt frá sjó og of erfitt að verja hana fyrir óvinum. Í staðinn valdi Konstantínus gamla hafnarborg austar í ríkinu. Henni var breytt í nýja og glæsi- lega höfuðborg Rómaveldis. Borgin fékk nýtt nafn og var kölluð Konstantínópel sem þýðir „borg Konstantínusar“. Hún var síðan höfuðborg keisaranna í meira en þúsund ár og var lengi stærsta borg Evrópu. Íslendingar kölluðu borgina Miklagarð. Nú er hún í Tyrklandi og heitir Istanbul. Konstantínus var fyrsti kristni keisarinn. Faðir hans trúði á gömlu rómversku guðina en móðir hans, Helena, trúði á Krist. Konstant­ ínus var orðinn fullorðinn þegar hann ákvað að fylgja trú móður sinnar. Um það er til helgisaga sem enginn veit hvort er sönn. Hún gerist þar sem Konstantínus býr sig undir bardaga við annan Róm- verja sem vildi líka vera keisari. Þá fékk Konstantínus vitrun (eða „sá sýn“ eins og líka er sagt). Hann þóttist sjá krossmark á himni og Frá Rómverjum til riddara Þótt Konstantínus ætti ekki heima í Róm lét hann reisa þar af sér risastóra marmara­ styttu. Aðeins höfuðið er til enn þá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=