Frá Róm til Þingvalla

25 E r þ a ð n ú a l v e g v í s t ? sögu sem það er kallað keisaraskurður að taka barn með skurðaðgerð þegar það getur ekki fæðst. En samt vita menn að sú saga getur alls ekki verið sönn. Hún er þjóðsaga sem varð til löngu seinna. Í Nýja testamentinu eru sagðar margar sögur um Jesú. Í sumum sögunum vinnur hann kraftaverk, oft þannig að hann læknar sjúka, vekur jafnvel dáið fólk aftur til lífsins, og einu sinni gekk hann á vatninu til að komast út í bát til lærisveina sinna. Margt kristið fólk trúir þessum sögum. Ef Jesús var raunverulega bæði guð og maður, þá var ekkert skrýtið þó að hann gæti gert það sem öðrum er ómögulegt. Ef Biblían er raunverulega guðs orð má kannski frekar trúa á frásagnir úr henni en úr venjulegum bókum. En fólk, sem trúir ekki á Jesú sem guð eða Biblíuna sem guðs orð, getur ekki talið svona sögur sennilegar. Þess vegna er alveg eðlilegt að menn séu ekki sam- mála um þær. Íslendingar eiga fornar og merkilegar sögur, til dæmis Íslend- ingasögurnar. Það væri gaman að geta trúað þeim eins og sumir trúa Biblíunni; vera viss um að allt hafi gerst nákvæm- lega eins og því er lýst. En það getum við ekki. Í þessum gömlu bókum er sumt satt og sumt ekki, og stundum er ekki hægt að greina þar á milli. Málverk sýnir frásögn úr guð­ spjöllunum: Pétur postuli gengur á vatninu á móti Jesú.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=