Frá Róm til Þingvalla

24 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Er það nú alveg víst? Hvernig er hægt að vita eitthvað um fólk sem var til fyrir langalöngu? Um flesta er ekkert vitað. Í Rómaborg voru fleiri íbúar en á öllu Íslandi núna en um flesta þeirra er ekkert vitað. Það er bara einstaka frægt fólk sem til eru sögur um. Og sögurnar eru ekki endilega sannar. Til er gömul saga um það hvernig Sesar hitti Kleópötru fyrst. Hann var kominn til Egyptalands með rómverskan her. Þá komu sendimenn með gjöf frá drottningunni: dýrindis teppi, vafið upp í stranga. Sesar þáði gjöfina, en þegar teppinu var rúllað út kom Kleópatra í ljós, ung, fögur og léttklædd, og Sesar varð hrifinn af henni við fyrstu sýn. Ætli þetta sé nú alveg satt? Það gæti verið. Einhvern veginn þurfti Kleópatra að komast til Sesars án þess að óvinir hennar vissu, og ein- hvern veginn varð hún kærastan hans. En sagan gæti líka verið ósönn. Þá eins og nú komu upp slúðursögur um frægt fólk sem sumir trúðu þó að þær væru ekki alltaf sannar. Núna, eftir allan þennan tíma, getur enginn vitað hvort sagan um Kleópötru og teppið er sönn eða ekki. Sumar gamlar sögur eru örugglega ekki sannar. Ein sagan um Sesar er sú að hann hafi ekki fæðst á venjulegan hátt heldur verið tekinn með keisaraskurði. Það er einmitt vegna þessarar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=