Frá Róm til Þingvalla

23 K r i s t n i n í R ó m a v e l d i Oft fengu kristnir menn líka að vera í friði með sína trú og sitt kristniboð en ekki alltaf. Stundum fannst Rómverjum að þessi nýja trú væri hættuleg fyrir ríkið og reyndu að banna hana. Fólk þurfti að sanna að það væri ekki kristið með því að færa fórn frammi fyrir styttu af keisaranum. Annars átti það á hættu grimmi- legar refsingar, jafnvel að vera varpað fyrir óargadýr á leikvöngum Rómverja. Þeir sem létu lífið í slíkum ofsóknum voru nefndir píslarvottar. Margir dáðust að stað- festu píslarvottanna og fannst að það hlyti að vera sönn trú sem fólk væri tilbúið að fórna lífinu fyrir. Enn eru til steinlagðir vegir sem Rómverjar lögðu um ríki sitt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=