Frá Róm til Þingvalla

22 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Kristnin í Rómaveldi Þegar Rómverjar fóru að leggja undir sig önnur lönd voru þar mörg ólík trúarbrögð. Rómverjum fannst það ekki mikið vandamál. Þeir höfðu sjálfir marga ólíka guði og þeim fannst allt í lagi að dýrka útlenda guði líka. Aðrar þjóðir í Rómaveldi máttu halda áfram að tilbiðja sína gömlu guði og auk þess var þeim velkomið að tigna goð Rómverja. Gyðingar og kristnir voru að því leyti ólíkir öðrum að þeir tilbáðu bara einn almáttugan Guð og máttu alls ekki tigna neina aðra guði. Þeir þurftu líka að fylgja vissum lífsreglum, máttu til dæmis ekki vinna á hvíldardeg- inum, sem var laugardagur hjá gyðingum, seinna sunnudagur hjá kristnum. Þegar Rómverjar fóru að tigna keisarann eins og guð, þá vildu þeir að allir þegnar ríkisins sýndu honum lotningu. Þeir settu upp styttur af keisaranum um allt ríkið, líka í Jerúsalem, heilagri borg gyðinga. Margir gyðingar sættu sig alls ekki við yfirráð Róm- verja og gerðu að síðustu uppreisn. Róm- verjar sendu her sinn gegn þeim og sigruðu þá, brenndu musterið og ráku alla íbúa frá Jerúsalem. Annars staðar í Rómaveldi fengu gyðingar að vera í friði. Kristnir menn í Rómaborg jörðuðu lík í grafhvelfingum, svonefndum katakombum, nálægt borginni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=