Frá Róm til Þingvalla
M a ð u r g a t o r ð i ð g u ð ! Það var líkt Rómverjum að hafa stríðsguð, Mars, en engan friðar guð. En þó að þeir væru tilbúnir að heyja stríð og vinna sigra skildu þeir líka að friðurinn er mikil blessun. Og friðinn sjálfan var hægt að tilbiðja, næstum eins og guð. Þegar Ágústus var orðinn keisari og þurfti ekki lengur að berjast um völdin við óvini sína lét hann reisa risastórt altari sem enn þá er til í Róm. Það heitir altari friðar- ins. Þar gátu Rómverjar fært fórnir og beðið þess að friður héldist í ríkinu. Svona var hægt að tilbiðja ólíka hluti og hugsa sér þá eins og guði eða gyðjur, til dæmis gyðju réttlætisins eða gyðju skáldskaparins og svo framvegis. Mjög merkilega menn var jafnvel hægt að tigna sem guði þegar þeir voru dánir. Þegar búið var að myrða Sesar ákvað öldungaráðið í Róm að „taka hann í guða tölu“. Þá mátti færa honum fórnir eins og guðunum. Sama var gert við Ágústus eftir að hann dó. Seinna létu keisararnir dýrka sig sem guði meðan þeir lifðu. Hér ætla Rómverjar að fórna nauti. Rómverskur silfurpeningur sýnir Júpíter aka um himininn í vagni sínum. 21
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=