Frá Róm til Þingvalla

20 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Maður gat orðið guð! Rómverjar tilbáðu mörg goð , bæði guði og gyðjur. Til dæmis stríðs- guðinn Mars, ástargyðjuna Venus og Júpíter sem var æðstur af goðunum. Goðin voru eins og persónur, fólk gerði myndir af þeim og kunni af þeim sögur, alveg eins og Íslendingar kunnu sögur um Óðin, Þór, Freyju og önnur goð. Þegar þrumuveður geisaði sögðu Rómverjar að Júpíter æki um himininn í vagni sínum, vopnaður eldingum, en Íslendingar hefðu líklega sagt að nú væri Þór á ferð- inni. Mars, Venus og Júpíter eru enn þá til. Ekki samt sem goð heldur stjörnur í sólkerfinu. Rómverjar gáfu stjörnunum nöfn eftir goðum sínum og þau nöfn eru notuð enn þá. Rómverjar byggðu glæsileg hof eða musteri sem þeir helguðu goð- unum. Bæði í hofunum og heima í íbúðarhúsunum voru ölturu þar sem menn báðu bænir og færðu goðunum fórnir. Fórnin gat verið eitthvað smávegis af mat en hún gat líka verið lifandi dýr sem var slátrað til að gefa það goðinu. Í hofi Júpíters átti til dæmis að slátra ungri kú. Einu sinni á ári var haldinn sérstakur kappakstur á hest- vögnum og besta hestinum síðan fórnað til heiðurs Mars. Ætt Sesars var sögð komin af gyðjunni Venus. Hún hafði aldrei verið barn heldur risið fullvaxin af öldum hafsins. Seinni tíma málverk sýnir vinda hafsins blása henni að landi í báruskel.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=