Frá Róm til Þingvalla

19 J e s ú s K r i s t u r Jerúsalem var helsta borg gyðinga. Þar voru prestar þeirra og höfð- ingjar og þar var musterið, mesti helgidómur gyðingatrúarinnar. Þar var líka rómverskur landstjóri sem hét Pílatus. Hann átti að gæta þess að gyðingar gerðu ekki uppreisn gegn Rómverjum. Þegar Jesús kom til Jerúsalem, til að flytja boðskap sinn þar, var hann kærður fyrir að vera uppreisnarmaður gegn Rómverjum. Þess vegna lét Pílatus taka hann af lífi. Það var gert með því að krossfesta hann, rétt eins og þrælana úr her Spart­ akusar. Það mátti aldrei krossfesta raunveru- legan Rómverja. En fyrir þræla eða útlendinga, sem átti að fara virkilega illa með, þótti það hæfilegur dauðdagi. Fólkið, sem hafði treyst boðskap Jesú, hélt áfram að trúa á hann eftir krossfestinguna. Það var sannfært um að hann væri sonur Guðs, að hann hefði risið upp frá dauðum og stigið upp til himna og að það ætti að til- biðja hann eins og Guð sjálfan. Þannig urðu til sérstök trúarbrögð, kölluð kristin trú af því að Jesús var líka nefndur Kristur. Fyrst voru kristnir menn bara lítill hópur. En þeir reyndu að fá aðra til að trúa á Krist líka – það er kallað trúboð eða kristniboð – og brátt voru orðnir til kristnir söfnuðir víðs vegar um Rómaveldi. Málverk af þjáningum Krists. Kristniboðar fóru um Rómaveldi og sögðu fólki frá Jesú.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=