Frá Róm til Þingvalla

18 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Jesús Kristur En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni sem var þunguð. En meðan þau voru þar kom sá tími er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frum­ getinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu af því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi. Þessi frásögn er úr Biblíunni, úr jólaguðspjallinu sem segir frá fæðingu Jesú . Hún gerist í Gyðingalandi þar sem nú er Ísrael og Palestína. Galílea og Júdea eru héruð í því landi. Þegar sagan gerist var Ágústus orðinn keisari í Róm. Hann gat auð- vitað ekki látið skrásetja fólk í öllum heiminum heldur bara í þeim löndum sem hann réð yfir. Rómverjar voru komnir til valda í Gyð- ingalandi og vildu skrásetja fólkið svo að þeir gætu vitað hverjir ættu að borga skatt. Sonur Maríu hét Jesús . Þegar hann varð fullorðinn gerðist hann trúarleiðtogi. Hann fór um landið og kenndi fólki um Guð og hvernig það ætti að lifa lífinu. Sumir höfðu svo mikla trú á Jesú að þeir yfirgáfu heimili sitt og atvinnu til að fylgja honum hvert sem hann fór. María með Jesúbarnið (seinni tíma málverk). Fjölmörg fræg listaverk sýna efni úr Biblíunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=