Frá Róm til Þingvalla

17 Þ r æ l a r hrausta þræla, þjálfuðu þá í vopnaburði og létu þá berjast á opin- berum skemmtunum, stundum við villidýr, stundum hvern við annan. Einn gladíatorinn hét Spartakus . Einu sinni þegar Spartakus var í þjálfunarbúðum tókst honum, ásamt öðrum þrælum, að sleppa út. Í grenndinni var fjöldi þræla sem unnu á stórum búgörðum. Spartakus fékk þá til að strjúka líka og myndaði heilan her af þrælum. Rómverjar sendu hermenn til að berjast við þrælana en Spartakus sigraði þá og gat búið þrælaherinn sinn góðum vopnum frá Róm- verjunum. Á endanum sendu Rómverjar nógu öflugan her til að sigra uppreisnarþrælana. Spartakus féll og margir af liðsmönnum hans. Aðrir voru teknir höndum, sex eða sjö þúsund manns. Hvað átti nú að gera við þá? Skila þeim aftur til eigendanna? Nei, rómverski herforinginn ákvað að refsa þeim öðrum til viðvörunar. Þeir voru krossfestir – festir upp á stóra tré- krossa og látnir hanga þangað til þeir dóu. Það var strangasta refs- ing sem Rómverjar þekktu. Úr leikinni kvikmynd: Spartakus (til hægri) býr sig undir að berjast við annan gladíator.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=