Frá Róm til Þingvalla
16 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Þar sem margir þrælar unnu saman voru oft vopn- aðir verðir til að reka þá áfram, láta þá vinna eins og þeir þoldu og kaupa svo nýja þræla þegar þeir gátu ekki meir. Heimilisþræll, sem bjó með fjölskyldu eiganda síns, gat átt von á betri meðferð. Hann hafði engin réttindi en hann gat samt orðið vinur heimilisfólksins og kannski var honum launuð dygg þjónusta með því að gefa honum frelsi. Eitt af störfum þrælanna í Róm var að vera gladíator – skylmingaþræll. Rómverjar höfðu gaman af að „fara á völlinn“ og horfa á íþróttir. En hvaða íþróttir? Jú, til dæmis kappakstur. Það voru auðvitað ekki til bílar svo að kapp- akstur var háður á stríðsvögnum sem hestar drógu. Það var líka gaman að horfa á hnefaleika eða glímu. En mest spennandi þótti að horfa á menn berjast í alvöru upp á líf og dauða. Enginn venjulegur maður myndi ráða sig í vinnu til að berjast upp á líf og dauða. Þess vegna notuðu Rómverjar gladíatora. Þeir keyptu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=