Frá Róm til Þingvalla

15 Þ r æ l a r þess réð engu um það. Frjáls maður gat líka orðið þræll ef hann hafði til dæmis tekið lán og gat ekki borgað eða ef hann var dæmdur í ánauð fyrir eitthvert afbrot. Svo eignuðust Rómverjar fjölmarga útlenda þræla. Þeir gátu keypt þræla frá öðrum löndum. Þegar Rómverjar börðust við óvini sína og þeir gáfust upp, gerðu þeir stríðsfangana að þrælum og seldu þá í ánauð. Ef Rómverji átti peninga gat hann farið á þrælamarkaðinn og keypt sér þá þræla sem honum leist á. En hvað ætlaði hann að gera við þá? Það gat verið margt og mismunandi. Ef rómverskur bóndi átti stóra jörð keypti hann sér þræla til að vinna á ökrunum. Ef rómverska móður vantaði barnfóstru keypti hún sér ambátt sem henni leist vel á og þorði að trúa fyrir börnunum. Ef róm- verskir foreldrar vildu að börnin sín kynnt- ust grískri menningu gátu þau keypt sér vel menntaðan grískan þræl til að kenna börnunum. Til að byggja glæsileg hof handa goðunum þurfti fjölda þræla, bæði til að vinna í marmaranámunum og við byggingarnar. Þegar Rómverjar háðu sjó- orrustur þurftu þeir þræla til að róa her- skipunum. Til að róðrarþrælar gætu ekki tekið völdin á skipinu voru þeir hlekkjaðir við þóftuna. Ef skipið sökk höfðu þeir litla von um að bjargast. Kappakstursmaður með hest. Rómverskir íþróttamenn voru oft þrælar en gátu keypt sér frelsi ef þeim gekk vel. Þrælar til sölu á rómverskum markaði (seinni tíma málverk).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=