Frá Róm til Þingvalla

14 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Þrælar Sumir Rómverjar voru höfðingjar af virðulegum ættum eins og Sesar og Ágústus. Miklu fleiri voru samt venjulegt alþýðufólk. Svo var fjöldinn allur af þrælum. Þræll er maður sem einhver annar á, rétt eins og núna er hægt að eiga hest eða hund eða kind. Sá sem átti þræl gat sagt þrælnum hvað hann átti að vinna, hann þurfti ekki að borga þrælnum neitt kaup og ef hann þurfti ekki að nota þrælinn lengur gat hann selt hann hverjum sem vildi kaupa. Ef þrællinn var kona var hún kölluð ambátt. Hvernig varð maður þræll? Það gat gerst með ýmsu móti. Ef ambátt eignaðist barn, þá var barnið líka ánauðugt. Sá sem átti ambáttina átti líka barnið hennar og gat selt það burt ef honum sýndist. Móðir Tveir þrælar verjast tígrisdýri í rómversku hringleikahúsi. Veggmynd úr höll Konstantínusar keisara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=