Frá Róm til Þingvalla
13 K l e ó p a t r a Egyptalandi og hann léti Egyptaland ráða yfir skattlöndum sem ættu að tilheyra Róm. Antóníus sagði að Ágústus ætti ekki að erfa völd Sesars þegar Sesar ætti sjálfur son á lífi, en það var sonur hans og Kleópötru. Ágústus fékk leyfi öldungaráðsins til að fara í stríð við Egyptaland. Her- menn Antóníusar vildu ekki berjast fyrir Egyptaland á móti Róm. Þegar stríðið var tapað drap Antóníus sig með eigin sverði. Kleópatra stytti sér líka aldur. Hún ætlaði ekki að vera til sýnis sem hlekkjaður fangi þegar Ágústus kæmi heim til Rómar og héldi þar sigurför eftir rómverskri venju. Sonur Sesars og Kleópötru varð fangi Rómverja. Hvað átti nú Ágústus að gera við hann? Ef einhverjir Rómverjar gerðu uppreisn gegn Ágústusi, myndi strákurinn kannski hjálpa þeim og þeir fá meiri stuðning ef þeir væru að berjast fyrir son Sesars sjálfs. Ágústus taldi öruggast að láta strax drepa hinn unga frænda sinn. Kleópatra varð síðasti faraóinn í Egypta- landi. Ágústus gerði það að enn einu róm- versku skattlandi. Svona náðu Rómverjar tökum á hverju landinu af öðru þangað til þeir stýrðu heilu heimsveldi. Þjóðsaga segir að Kleópatra hafi stytt sér aldur með því að láta eiturnöðru bíta sig. Þegar Egypti dó var líkið þurrkað, smurt og vafið. Þá nefnist það múmía.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=