Frá Róm til Þingvalla
12 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a að ráðast á þá. Bróðir Kleópötru dó í átökunum og hún varð aftur faraó. Sesar hafði gert í Egyptalandi það sama og hann var vanur frá Gallíu: blandað sér í deilur heimamanna og hjálpað einhverjum sem síðan yrði háður Rómverjum. Sesar og Kleópatra voru ekki bara bandamenn. Þau urðu elskendur – þó hann væri 52 ára og hún bara 21 árs – og þau eignuðust saman son. Kleópatra heimsótti Sesar til Rómar. En hann vildi ekki giftast henni og ekki gera son þeirra að erfingja sínum. Rómverjar hefðu ekki kært sig um að stjórnandi Rómaveldis ætti útlenda konu sem væri drottning í allt öðru landi. Eftir að Sesar lést þurfti Kleópatra áfram stuðning Rómverja. Ann- ars var hætt við að óvinir hennar í Egyptalandi gerðu aftur upp- reisn. Einn af vinum Sesars, Antóníus, stjórnaði rómverskum skatt- löndum sem voru næst Egyptalandi. Kleópatra fór á fund hans, varð ástkona hans og ól honum tvíbura. Síðar skildi Antóníus við rómversku konuna sína – sem var systir Ágústusar – flutti til Egyptalands og giftist Kleópötru. Nú voru Antóníus og Ágústus orðnir óvinir og ráku áróður hvor gegn öðrum. Ágústus sagði að Antóníus hefði svikið Róm, hann hagaði sér eins og kóngur í Veggmynd úr egypsku grafhýsi. Nautinu á að slátra við fórnarathöfn. Egypskt lík (múmía) og líkkista.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=