Frá Róm til Þingvalla

11 K l e ó p a t r a Kleópatra Egyptaland hafði verið konungsríki í mörg þúsund ár. Löngu áður en Rómaborg varð til höfðu Egyptar reist píramídana miklu sem enn standa. Konungurinn í Egyptalandi var nefndur faraó . Í mörgum ríkjum gat bara karlmaður orðið konungur en í Egypta- landi mátti kona líka vera faraó. Það gátu líka tveir verið faraó í einu og stjórnað saman. En enginn gat orðið faraó nema vera af réttu konungsættinni. Einu sinni var prinsessa í Egyptalandi sem hét Kleópatra. Hún var sautján ára þegar faðir hennar, faraóinn, dó. Þá erfði hún ríkið ásamt tólf ára gömlum bróður sínum. Samkvæmt egypskri venju urðu þau að giftast hvort öðru til að geta stjórnað landinu saman. Þau voru kannski nokkuð ung til að ráða yfir heilu landi en þau höfðu ráðgjafa og embættismenn og það voru þeir sem áttu að hafa vit á að stjórna landinu. Kleópötru þótti víst ekkert sérlega gaman að vera gift litla bróður sínum og láta einhverja ráðgjafa ráða öllu fyrir sig. Hún reyndi að stjórna sjálf án þess að spyrja bróður sinn. En það sættu ráðgjaf- arnir sig ekki við. Þeir gerðu uppreisn gegn Kleópötru, ráku hana úr landi og stjórnuðu svo áfram í nafni bróðurins. Svona stóð á þegar Sesar kom til Egyptalands með skipaflota og heilan her af Rómverjum. Hann var þá að eltast við síðustu óvini sína úr borgarastríðinu en einn þeirra hafði flúið til Egyptalands. Kleópatra komst á fund Sesars og bað um hjálp Rómverja gegn bróður sínum. Hermenn Sesars sigruðu egypskan her sem reyndi Píramídarnir miklu í Egypta­ landi höfðu staðið í 2000 ár áður en Kleópatra varð drottning. Í gröf eins af faraóunum fannst þessi gullgríma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=