Frá Róm til Þingvalla
10 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a En Sesar hafði verið vinsælli en þeir vöruðu sig á. Vinir Sesars fengu stuðning borgarbúa og samsærismennirnir urðu að flýja. Einn af vinum Sesars hét Ágústus . Hann var náfrændi Sesars og kjörsonur. Sesar hafði ættleitt hann og gert hann að erfingja sínum. Ágústus var 19 ára gamall þegar hann frétti til Grikklands, þar sem hann var í skóla, að Sesar hefði verið myrtur. Hann flýtti sér til Rómar og varð einn af foringjunum hjá vinum Sesars. Þeir söfnuðu liði og sigruðu samsærismennina í nýrri borgarastyrjöld. Svo skiptu þrír þeirra á milli sín hvaða skattlöndum þeir ætluðu að ráða yfir. En þeir fóru strax að keppast um hver réði mestu. Brátt hófst ný borgarastyrjöld sem endaði með sigri Ágústusar. Þá var hann orð- inn 32 ára. Síðan var hann æðsti maður Rómaveldis mjög lengi, alveg þangað til hann dó 76 ára gamall. Ágústus réð eiginlega öllu sem hann vildi, alveg eins og Sesar hafði gert. En Ágústus gætti þess að sýna öldungaráðinu virðingu og láta eins og lítið hefði breyst. Í raun og veru var hann samt orðinn keisari . Á þeim langa tíma sem Ágústus stjórnaði vöndust Róm- verjar því að hafa keisara og eftir hans dag var alltaf valinn keisari til að stjórna ríkinu. Það var Ágústus sem lét skipta um nafn á einum mánuðinum og kalla hann júlí til heiðurs Júlíusi Sesari. Sjálfum var honum sýndur sá heiður að kalla næsta mánuðinn ágúst. Marmarastytta af Ágústusi keisara. Rómverjar slógu mynt með andlitsmynd keisarans.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=