Frá Róm til Þingvalla

8 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Sesar og Ágústus Af öllum frægum Rómverjum er Júlíus Sesar líklega sá allra frægasti. Hann þótti svo merkilegur að einn af mánuðum árs- ins er kenndur við hann. Sesar ákvað að verða stjórnmálamaður og ráða eins miklu og hann gæti. Hann komst í öldungaráðið og var einn af þeim sem fólk tók mest mark á þegar hann hélt ræður á þjóðfund- inum. Voldugustu mennirnir í Róm voru samt ekki stjórnmálamenn eins og Sesar heldur sigursælir herforingjar. Þegar herforingi hafði unnið fræga sigra í stríði varð hann þjóðhetja heima í Rómaborg. Hermennirnir, sem hann hafði leitt til sigurs, héldu líka áfram að styðja hann, voru jafnvel tilbúnir að berjast fyrir hann við aðra Rómverja. Þannig gátu herforingjarnir orðið voldugustu menn borgarinnar. Ef Sesar ætlaði sér að verða æðsti maður í Róm þurfti hann líka að verða frægur og vinsæll herforingi. Hann tók að sér að vera landstjóri í einu skattlandinu því að þá fékk hann að ráða yfir her. Skattlandið hans var í Gallíu, en Gallía var þar sem Frakk- land er núna. Róm réð bara yfir hluta af Gallíu, aðrir hlutar hennar voru sjálfstæðir. En Sesar fór að skipta sér af þeim líka, gera bandalag við suma höfðingjana og fara í stríð við aðra. Þannig tókst honum að gera alla Gallíu að rómversku skatt- landi. Fyrir það varð hann frægur heima í Róm og hjá her- mönnum sínum naut hann mikilla vinsælda. Þegar hann hætti Sesar. Rómversk höggmynd úr marmara. Lárviðarsveigur var æðsta heiðurstákn Rómverja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=