Milli himins og jarðar - Flugvélar

. 5 Hvað er rella? Í gamla daga þótti merkilegt að kunna á flugvél. Margir flugmenn urðu heimsfrægir. Ein frægasta flughetjan var Amelia Earhart, ung kona frá Bandaríkjunum. Hún varð fyrsta konan sem flaug alein frá Ameríku til Evrópu. Amelia Earhart En Amelia vildi líka verða fyrsta konan til að fljúga í kringum jörðina. Hún var langt komin en týndist á leið yfir Kyrrahafið og hefur aldrei fundist. Enn í dag reyna menn að leysa gátuna um hvarf Ameliu Earhart. Amelia Earhart við flugvélina sína. Hvað ætli hafi komið fyrir Ameliu Earhart?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=