Milli himins og jarðar - Flugvélar

. 4 Fyrsta flugvélin Hvað er langt síðan menn gátu flogið fyrstu flugvélinni? Í Bandaríkjunum bjuggu bræðurnir Wilbur og Orville Wright. Þeir smíðuðu reiðhjól og höfðu líka mikinn áhuga á flugi. Bræðurnir hönnuðu flugvél. Þeir settu vél á stóra vængi. Svo gerðist það í desember árið 1903 að flugvél bræðranna flaug. Hún flaug bara í 12 sekúndur og aðeins 37 metra. Samt var þetta stórkostlegt, fyrsta vélflug í heiminum! Nú gátu menn loksins flogið eins og fuglarnir … eða svona næstum því. Flugvél Wright bræðra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=