Milli himins og jarðar - Flugvélar

. 21 Flughermir Flugmenn læra fyrst að fljúga litlum flugvélum. Þeir læra að taka á loft og lenda. Þeir þurfa líka að fara í flugskóla og læra um veðrið, vélar, mæla og margt fleira. Þotuflugmenn eru þjálfaðir í flughermum. Þá er eins og þeir séu að fljúga alvöru flugvél. Í flughermi eru lagðar ýmsar þrautir fyrir flugmennina. Þeir verða nefnilega að æfa sig í að fljúga í alls konar aðstæðum. Hvað á að gera ef hreyfill bilar? Hvernig á að lenda í vondu veðri eða kolniða- myrkri? Þetta er hægt að æfa í flughermi og engin hætta á að neinn meiði sig. Hvað er veður-ratsjá? Hvað gera flugmenn í flughermi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=