Milli himins og jarðar - Flugvélar

. 19 Hvað kallast þeir sem gera við flugvélar? Allt skoðað Ef flugmenn sjá að eitthvað er bilað fyrir flugtak þá kalla þeir í flugvirkja. Flugvirki kemur þá og lagar allt sem þarf að gera við áður en flugvélin leggur af stað. Á sex til tíu ára fresti eru flugvélar teknar alveg í sundur. Það er margt að athuga því stórar þotur eru jafnvel settar saman úr sex milljón hlutum. Vá! Það eru rosa margir hlutir. Allt í flugvélinni er þá skoðað. Þannig skoðun getur tekið nokkrar vikur. Hvernig virka klósett í flugvélum? Stórar þotur eru settar saman úr sex milljónum hluta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=